Reglugerð fyrir Tækninefnd KLÍ

1. grein

KLÍ skal skipa minnst þriggja manna tækni­nefnd fyrir hvert keppnis­tíma­bil.

For­mann nefndarinnar skal skipa sér­stak­lega.

 

2. grein

Störf nefndarinnar eru m.a.:

–   að fjalla um kærur og kvartanir vegna að­stæðna á keppnis­stað. Kærur og kvartanir

skulu berast skriflega, sem afrit af dómaraskýrslu eða í undirrituðu bréfi.

–   að hafa eftirlit með að­stæðum í keilu­sölunum, m.a. athuga brautir fyrir stærstu mót

og fylgjast með ást­andi keila í keilu­sölunum

–   að vera KLÍ ráð­gefandi varð­andi tækni­atriði keilu­íþróttarinnar

–   að mæla olíu­burð í hverjum sal minnst ársfjórðungslega og einnig fyrir allar breytingar á olíuburðum yfir keppnistímabilið.

 

3. grein

Reglur FIQ/WTBA um að­stæður á keppnis­stað, kúlur og hjálpar­tæki leik­manna gilda í

keilu­mótum innan vé­banda KLÍ. KLÍ getur þó veitt undan­þágu vegna að­stæðna á keppnis­­stað

ef sér­stak­lega stendur á og skal tækni­nefndin vera ráð­gefandi um hvort svo sé.

 

4. grein

Tækninefnd kemur með tillögur um hvaða olíuburðir eru í hverju móti fyrir sig sem haldið er af KLÍ. Íslandsmót einstaklinga með og án forgjafar verði með olíuburði undir 4 í Kegel erfiðleikastuðli.

 

5. grein

Tækni­nefnd getur hvenær sem er komið og mælt út olíu á brautum og gert við­eigandi ráðstafanir til að leiðrétta olíu­burð ef þess þarf með.

 

6. grein

Ef keppnisaðstæður eru ekki í samræmi við reglur eða tilmæli KLÍ, getur tækninefndin veitt hæfilegan frest til úrbóta eða lagfæringa.  Ef ekki er hægt að mæta þeim athugasemdum sem gerðar eru af tækninefnd þá skal KLÍ taka ákvörðun um það hvort verði spilað áfram í viðkomandi húsi eða ekki.

 

7. grein

Tækni­nefnd skal halda fundargerðir og skrá þar ákvarðanir sínar.

 

Breytt  á formannafundi 28. apríl 2011

Breytt á formannafundi 12. maí 2014