Michael Schmidt og Lynda Barnes sigruðu

AMF World Cup lauk í dag. Það voru Michael Schmidt frá Kanada og Lynda Barnes frá Bandaríkjunum sem stóðu uppi sem sigurvegarar.
Michael sigraði Or Aviram frá Ísrael 211 – 200, 205 – 233 og 216 – 214 í jafnri viðureign. Lynda sigraði Fionu Banks frá Englandi í tveimur leikjum, 230 – 197 og 219 – 188.

ÁHE 

Arnar endaði í 19.-20. sæti

Arnar Sæbergsson lauk í dag keppni á Heimsbikarmóti einstaklinga. Spilaðir voru 8 leikir í dag og spilaði Arnar á 200 meðaltali eða 1603. Arnar endaði því í 19.-20. sæti með 208,91 í meðaltal ásamt Koichi Takahashi frá Japan.  Arnar getur verið ánægður með árangur sinn og óskum við honum til hamingju með hann. Hér má sjá stöðu eftir 24 manna úrslit.

Nú keppa 8 efstu keppendur í karla- og kvennaflokki eftir úrsláttarfyrirkomulagi en mótinu líkur á sunnudag. Hægt er að fylgjast með framvindu mála hér.

 

ÁHE

Frábært hjá Arnari

Arnar Sæbergsson komst í dag áfram í gegnum niðurskurð á Heimsbikarmóti einstaklinga í Ljubljana í Slóveníu. Arnar spilaði vel í dag, 1250 sem er 208.33 að meðaltali. Þetta skilaði honum í 17. sæti.  Nú verða spilaðir 8 leikir í viðbót og síðan verður skorið niður þar sem 8 efstu keppendurnir komast áfram. Nú er bara að bíða og sjá hvort Arnari text að halda áfram þessu góða gengi.  Í áttunda sæti nú er Steve Thornton frá Englandi með 219,25 í meðaltal en Arnar er með 211,75. Það verður því á brattan að sækja en það eru margir leikir eftir og með góðri spilamennsku er allt hægt.  Hér er hægt að sjá stöðuna í karlakeppninni.
Guðný Gunnarsdóttir lauk keppni í dag. Guðný endaði í 56. sæti með 164,42 í meðaltal. Guðný náði sér ekki á strik í mótinu en ljóst er að þessi keppni fer í reynslubankann hjá henni og hún mun koma sterk inn í þau verkefni sem framundan eru. Hér má sjá stöðuna hjá konunum.

 

ÁHE

Dagur 3 – Arnar stendur sig vel

Þegar þremur dögum er lokið á Heimsbikarmóti einstaklinga er Arnar Sæbergsson í 16 sæti með 213 í meðaltal. Arnar náði sér vel á strik í dag, spilaði 1346 eða 224 í meðaltal. Arnar á góða möguleika á að komast í 24 manna úrslit en á morgun verða leiknir síðustu 6 leikirnir áður en skorið verður niður.
Guðný Gunnarsdóttir átti ekki eins góðan dag. Hún spilaði 955 eða 159 í meðaltal og er í 54. sæti með 167 í heildarmeðaltal. Eins og hjá körlunum verða spilaðir 6 leikir á morgun og síðan skorið niður í 24.
Gaman verður að fylgjast með þeim á morgun og þá sérstaklega Arnari sem á góða möguleika á að komast í 24 manna úrslit.

Mesta athygli í dag vakti spilamennska Lyndu Barnes frá USA. Hún spilaði 1531 (279, 259, 246, 267, 247 and 233) sem er meðaltal upp á 255. Ekki þarf að taka fram að hún er í efsta sætinu í kvennakeppninni en í efsta sæti hjá körlunum er Michael Schmidt frá Canada.

ÁHE

AMF World Cup – dagur 2

Í dag var annar keppnisdagur á Heimsbikarmóti einstaklinga. Eftir frábæran dag í gær náði Arnar Sæbergsson sér ekki á strik í dag. Arnar spilaði á 184,5 í meðaltali í dag og féll úr 2. sæti niður í það 23. og er með 207 í meðaltal í heildina. Enn eru eftir 12 leikir áður en skorið verður niður í 24 keppendur og vonandi nær Arnar að komast þar inn.
Guðný, sem átti ekki nógu góðan dag í gær, spilaði betur í dag. Hún spilaði á 180,5 meðaltali í dag og er í 53. sæti með 171 í heildarmeðaltal.

Efstu þrír karlarnir eru:
Michael Schmidt   Kanada   239,3
Petter Hansen  Noregi   233,4
Gery Verbruggen   Belgíu   230,8

Efstu þrjár konurnar eru:
Wendy Chai   Malasíu    230,5
Lynda Barnes  USA   229,4
Helen Johnsson  Svíþjóð   225,3

Þriðji keppnisdagur af fjórum verður leikinn á morgun en þá verða leiknir 6 leikir.  Smellið hér til að skoða stöðu.

Meistaramót ungmenna 3. umferð

Þriðja umferð í Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keilu í Mjódd sunnudaginn 4. desember 2005 kl. 9:00. Unglinganefnd mun bæta við riðli síðar um daginn ef þátttaka verður góð. 

Skráningu lýkur 26. nóvember. Skráning fer fram á netfanginu [email protected]  og á skráningarblaði í Keilu í Mjódd. Verð er kr. 900 fyrir 4.flokk drengja og stúlkna en kr. 1800 fyrir aðra flokka.

Unglinganefnd KLÍ / ÁHE

AMF World Cup – dagur 1

Í dag hófst Heimsbikarbikarmót einstaklinga í Ljubljana í Slóveníu. Fyrir Íslands hönd keppa þar Arnar Sæbergsson og Guðný Gunnarsdóttir úr ÍR.

Bæði hófu þau keppni í dag og léku 6 leiki. Arnar er í 2. sæti eftir 1. keppnisdag, spilaði á 230 í meðaltal. Í efsta sæti er Michael Schmidt frá Canada með 235 í meðaltal og í þriðja sæti er Dominic Lim Zhong frá Singapore. Frábær byrjun hjá Arnari og vonandi nær hann að fylgja þessu eftir. Alls eru 83 keppendur í karlaflokki.
Guðný byrjað daginn vel, var fyrir ofan miðju eftir 3 leiki en gekk illa í seinni þremur og er sem stendur í 55. sæti með 162 í meðaltal af 68 keppendum. Efst í kvennaflokki er Helen Johnsson frá Svíþjóð með 224 í meðaltal.

Bæði Arnar og Guðný leika á morgun 6 leiki en allir keppendur leika 24 leiki áður en skorið er niður í 24 keppendur í karla og kvennaflokki. Mótinu líkur sunnudaginn 20. nóvember.

Hér eru nokkrir áhugaverðir tenglar í kringum mótið:

Staða:  http://www.arenalive.si/AMF/en/results/
Dagskrá: http://www.arenalive.si/AMF/en/schedules/
Keppnisstaður:  http://www.arenalive.si/AMF/en/venue/
Keppendur: http://www.arenalive.si/AMF/en/participants/
Um mótið:  http://www.arenalive.si/AMF/en/at-a-glance/  og  http://www.arenalive.si/AMF/en/tidbits/

 

ÁHE

Fréttir frá Ljubljana Slóveníu

Staðan hjá körlunum eftir fyrstu sex leikina í AMF World Cup: 1. Michael Schmidt, CAN, 1413, 226,00, 2. Arnar Sæbergsson ICE, 1379, 229,83, 3. Dominic Lim Zhong, SIN, 1365, 216,83, 4. Petter Hansen, NOR, 1356, 213,50, 5. Nayef Oqab, UAE. 1349, 212,67, 6. Nikita Koshelev, RUS, 1344, 211,67, 7. Steve Thornton, ENG, 1342, 211,33, 8. Gery Verbruggen, BEL. 1327, 211,17, 9. Daniel Falconi, MEX, 1317, 211,17, 10. Massimo Pirozzi, ITA, 1301, 211,17. Frábært hjá Arnari. Það verður gaman að fylgjast með Guðnýju Gunnarsdóttur en hún byrjar um kl. 18 á íslenskum tíma.

Sjá stöðu

LHM

Keila í Egilshöllinni

Egilshallarblaðið, sem fylgdi með Grafarvogsblaðinu í dag (10. tbl. 16. árg. 2005 – nóvember), segir frá því að senn verður hafist handa við að byggja viðamikið hús við Egilshöll. M.a. kemur fram að í húsinu verði 24 brauta keilusalur. Áformað er að salurinn opni snemma vorið 2006.

BMB