Íslandsmót einstaklinga hafið

Magnús Magnússon og Sigfríður Sigurðardóttir, Íslandsmeistarar 2005, munu bæði reyna að verja titla sína.  Sigfríður er í öðru sæti eftir 1. leikdag, en Magnús mun hefja keppni í Íslandsmótinu í kvöld kl. 18:00

Í gær hófst keppni í Íslandsmóti einstaklinga, þegar tveir riðlar léku, en í þeim léku 17 karlar af 31 og 10 konur af 11  Forkeppnin fer fram í Keilu í Mjódd og heldur áfram í kvöld, fimmtudag, og lýkur annað kvöld.  Að henni lokinni fara 16 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar áfram í milliriðil, sem verður leikinn í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á laugardag kl. 9:00.

Eftir gærkvöldið er Jón Helgi Bragason, ÍR, efstur í karlaflokki með 213,3 í meðaltal, og í kvennaflokki er Guðný Gunnarsdóttir, ÍR, efst með 183,7 í meðaltal.

 

 

 

 

 

 

Skráning nr. 200 á póstlista KLÍ

Karen Rut Sigurðardóttir varð í byrjun febrúar 200. einstaklingurinn sem skráður er á póstlista Fréttabréfs KLÍ og fékk hún af því tilefni afhenta viðurkenningu frá KLÍ. Frá upphafi fréttabréfs KLÍ þann 9. apríl 2002 hafa verið skráð 331 netfang á póstlistann og send út 156 skeyti. Gaman væri að heyra frá keilurum hvaða fréttir og hvernig þeir vilja sjá fréttabréfið http://kli.is/upplysingar/fyrirspurnir/ en þar er einnig hægt að skrá sig á póstlistann.  


Karen tekur við viðukenningunni.

„Héra“ vantar

Vegna forfalla vantar „héra“ í Íslandsmóts einstaklinga. Fyrir þá sem ekki vita þá er „héri“ uppfylling í mót, skor hans/hennar er ekki gilt í mótið og fer ekki inn í meðalta. „Héra“ vantar á eftirfarandi tíma:

Í kvöld 8/3 kl. 18:00 6 leikir
Annað kvöld 9/3 kl 18:00 6 leikir
Annað kvöld 9/3 kl. 21:00 6 leikir

„Héri“ má ekki vera keppandi í mótinu og „hérinn“ þarf ekki að greiða fyrir spilaða leiki. Áhugasamir geta hringt í starfsmann KLÍ í síma 660-5367

 

Meðaltal 28. febrúar

Birt hefur verið meðaltal miðað við 28. febrúar.  Steinþór Jóhannsson er nú efstur með 214 í meðaltal, hækkar sig um 7 pinna frá síðasta mánuði.  Þá hækkar Halldór Ragnar Halldórson sig um 2,7 pinna í 204, og Björn Birgisson um 8,7 pinna í 203.

Í meðaltalinu er nú í fyrsta skipti birtur fjöldi mánuða sem liðið hafa frá því að leikmaður átti síðast leik sem taldi til meðaltals, en þess ber að geta að ekki eru birtir á meðaltalslista leikmenn sem ekki hafa átt leik undanfarin tvö ár.  Einnig eru birtir 6 hæstu leikir, ásamt hæsta staka leik og hæstu 3 leikum eins og tíðkast hefur, en það skal tekið fram að hæstu 6 leikir eru aðeins taldir frá 1. apríl 2005.

Íslandsmót einstaklinga

Skráningu í Íslandsmót einstaklinga lauk í gærkvöldi. Alls skráðu sig 42 einstaklingar, 30 karlar og 12 konur. Smellið hér til að sjá þátttakendalista.
Að gefnu tilefni vill KLÍ taka fram að KLÍ mun ekki standa fyrir skipulögðum æfingum fyrir mótið. Vilji keppendur æfa sig í þeim olíuburði sem notaður verður í mótinu, stuttum eða löngum, þurfa viðkomandi að semja um það sjálf við salina.