1. grein
Upplýsinganefnd skal skipuð minnst þrem mönnum tilnefndum af KLÍ og skal formaður nefndarinnar skipaður sérstaklega.
2. grein
Upplýsinganefnd, í samstarfi við starfsmann KLÍ, skal í samræmi við gildandi reglur sjá um og/eða hafa eftirlit með:
- liða- og félagaskiptum
- staðfestingu leikheimilda
- skráningu skors
- útgáfu allsherjarmeðaltals
- skráningu meta
- útgáfu metaskrár
- útgáfu staðfests ársmeðaltals til félaganna (vegna fjölda fulltrúa á þing KLÍ).
3. grein
Upplýsinganefnd veitir stjórn og nefndum upplýsingar um þau atriði sem getið er um í 2 gr.
en frumgögn skulu varðveitt hjá KLÍ.
4. grein
Í lok hvers keppnistímabils skal upplýsinganefnd sjá um að fyrir liggi niðurstöður allra móta
á vegum KLÍ, síðasta allsherjarmeðaltal og yfirlit yfir öll viðurkennd met.
5. grein
Upplýsinganefnd skal halda fundagerðir og skrá þar ákvarðanir sínar.
Breytt á formannafundi KLÍ 29. apríl 2010
Breytt á formannafundi þann 28.12.2016