Íslands­mót deildarliða

1. grein

Fyrirkomulag deildarkeppna
Allar deildir skulu spilaðar í 3 manna liðum og skal leikið þannig að gestalið stillir fyrst upp sínu liði og heimalið stillir síðan upp sínu liði. Skal gestaliðið svo hliðrast til milli leikja þannig að í fyrsta leik eru leikmenn í röð A-B-C, í öðrum leik eru leikmenn í röð C-A-B og í þriðja leik eru leikmenn í röð B-C-A.

2. grein

Uppröðun í deildarkeppni
Leikið skal heima og heiman í 10 liða deildum eða eins og þátttaka leyfir, þó með undantekningum sem getið er hér að neðan eða með sérstakri ákvörðun stjórnar KLÍ og Mótanefndar KLÍ.

Leikin skal tvöföld umferð. Efsta liðið verður deildarmeistari 1. deildar, en tvö neðstu liðin falla í 2. deild. Tvö neðstu lið í hverri deild falla í næstu deild fyrir neðan (undan­tekning: neðsta deild) og þeirra sæti taka tvö efstu liðin úr þeirri deild. Ef 4 lið eða færri eru eftir í neðstu deild skal hún sameinuð næstu deild fyrir ofan og spilast á eftir­farandi hátt:

  1. i)   5–14 lið, einn riðill
  2. ii) 15 lið eða meira ný deild

Raðað skal í riðla þannig að þeir verði sem jafnastir að styrk­leika miðað við árangur síðasta árs. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í úr­slita­keppni þar sem leikin skal tvöföld um­ferð, heima og heiman, með sömu stiga­gjöf og í for­keppninni.

  • í deild með 6 eða færri liðum skal leika 4 um­ferðir
  • í deild með 7 – 8 liðum skal leika 3 umferðir
  • í deild með 9 – 14 liðum eða riðlaskiptri deild skal leika tvöfalda um­ferð

Ef liðum fjölgar svo að neðsta deild fer yfir 14 liða há­mark skal stofna nýja deild. Ný deild skal skipuð þeim liðum sem bættust við frá fyrra keppnis­tíma­bili og þeim sem voru í 11. sæti eins riðils deildar eða 11. – 14. sæti tveggja riðla deildar.

Ef fjölgun liða veldur því að ný deild er stofnuð og færri en 10 lið voru í neðstu deild keppnis­tíma­bilið á undan skal hlutkesti ráða hvaða ný lið taka sæti í efri deild.

Deilda­keppni kvenna

Allar deildir skulu spilaðar í 3 manna liðum og skal leikið þannig að gestalið stillir fyrst upp sínu liði og heimalið stillir síðan upp sínu liði.  Skal gestaliðið svo hliðrast til milli leikja þannig að í fyrsta leik eru leikmenn í röð A-B-C, í öðrum leik eru leikmenn í röð C-A-B og í þriðja leik eru leikmenn í röð B-C-A.

 

  1. a) Niður­röðun í deildir

            Leikið skal heima og heiman í 6 liða deildum eða eins og þátttaka leyfir.

Leikin skal fjórföld umferð.

           

Neðsta lið í hverri deild fellur í næstu deild fyrir neðan (undantekning: neðsta deild) og sætið tekur efsta lið úr neðri deild. Síðan skal liðið í næst neðsta sæti og liðið sem endaði í öðru sæti í neðri deild leika tvo leiki, hema og heiman, um sæti í efri deild.

           

Séu 4 lið eða færri í neðstu deild skal hún sameinuð deildinni fyrir ofan. Í deild með 7 – 8 liðum skal leika þrefalda umferð og í deild með 9 – 10 liðum skal leika tvöfalda umferð.

 

Ef fjölgun liða veldur því að ný deild er stofnuð og færri en 10 lið voru í neðstu deild keppnis­tíma­bilið á undan skulu lið í sætum 7 og neðar frá því árið áður spila í neðstu deild.

Konum verður heimilt að gera venslasamning við lið úr neðri deildum karla.

3. grein

Lið dregur sig úr keppni  –  Umspil
Dragi lið úr efri deild sig úr keppni áður en mót hefst eða taki ekki sæti sem það á rétt til, skal efna til auka­keppni – umspils. Í umspili taka þátt þau lið sem enduðu í næst neðsta sæti efri deildar og í 3. sæti í neðri deild.

Ef tvö sæti losna í efri deild færast bæði liðin upp í efri deild. Ef þrjú sæti losna í efri deild keppir liðið sem var í neðsta sæti í efri deild við liðið sem var í 4. sæti í neðri deild.

Ef fjögur sæti losna í efri deild fara bæði liðin, liðið í neðsta sæti og liðið í 4. sæti neðri deildar, upp í efri deild.

Umspil skal spilað fyrir 1. júní.

Sömu reglur gilda um sæti sem óhjákvæmi­lega losnar í næstu deild uns komið er niður í neðstu deild.

Ef fjölda liða í neðstu deild fækkar með þessu í 4 lið eða færri skal hún sameinuð næstu deild fyrir ofan.

Sigur­vegari 1. deildar hlýtur titilinn „Deildar­meistari liða í 1. deild karla/kvenna“.

Sigur­vegararar í neðri deildum karla hljóta titilinn „Íslands­meistari viðkomandi deildar karla/kvenna“.

4. grein

Stiga­gjöf
Hver viðureign skal vera þrír leikir. Fyrir hærra samanlagt skor liðsmanna í hverjum leik fyrir sig fær lið eitt stig og fyrir hærra heildarskor eftir leikina þrjá fær lið tvö stig.

Fyrir jafntefli í einum leik eða jafnt heildarskor fær hvort lið hálft stig.

Veitt eru aukastig þannig að einnig er innbyrðiskeppni leikmanna er leika í sömu röð,

þannig að leikmaður sem er með hærra skor fær 1 stig fyrir unninn leik.

Stigin færast á hvern leikmann fyrir sig og getur hver leikmaður fengið þrjú stig úr hverri viðureign. Ef skorið er jafnt hjá leikmönnum er veitt hálft stig til hvors um sig. Samtals eru því um 14 stig að ræða fyrir hverja viðureign liða.

Staðan í deildinni raðast eftir stigum:

  1. Ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum gilda stig úr innbyrðis viðureignum
  2. Ef tvö eða fleiri lið eru enn jöfn gildir heildarskor úr innbyrðis viðureignum
  3. Ef tvö eða fleiri lið eru enn jöfn gildir hlutkesti

5. grein

Leik­skýrslur
Fyrir hverja viður­eign skulu fyrir­liðar eða stað­genglar þeirra skrifa leik­skýrslu sbr. 3. gr. Reglugerðar KLÍ um liðakeppnir.

6. grein

Úr­slita­keppni 1. deildar karla
Fjögur efstu liðin eftir deildarkeppnina komast í úrslitakeppni þar sem spilað er skv. útsláttarfyrirkomulagi, þ.e. lið 1 keppir við lið 4 og lið 2 keppir við lið 3. Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær hærra liðið heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar 2 viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða.

Sigurvegarar úr þessum tveim viðureignum skulu leika þrjár viðureignir heima og heiman. Liðið sem varð hærra í deildarkeppninni skal eiga heimaleik fyrst og svo til skiptis. Það liðið sem hlýtur fleiri stig úr þessum þremur viðureignum hlýtur titilinn „Íslandsmeistarar liða í karla/kvennaflokki“. Ef lið verða jöfn að stigum skal hærra pinnafall í fyrrgreindum þrem viðureignum ráða.

7. grein

Skipulag
Skipulag Ís­lands­móts liða skal vera í höndum framkvæmdastjóra KLÍ sem setur upp dagskrá en móta­nefnd KLÍ sér um framkvæmd móts. Framkvæmdastjóri KLÍ skal sjá til þess að staða í deildum sé birt fyrir næstu umferð.

8. grein

Liða­skipti
Liða­skipti skulu fara fram samkvæmt Reglugerð KLÍ um félaga- og/eða liðaskipti.

9. grein

Réttur til verðlauna
Til að eiga kost á einstaklings­verð­launum sem veitt eru vegna meðaltals, þarf leik­maður að hafa lokið í það minnsta 21 leik í viðkomandi deild og þá eru úrslitakeppni og úrslitaleikir ekki taldir með.

Rétt til verðlauna, sem lið í heild vinnur til, hafa allir leikmenn liðsins sem hafa leikið fleiri en 21 leik í deildinni.

Sé jafnt eftir úr­slita­leik skulu leikmenn leika eitt upphafskast og ræður pinnafall úrslitum. Ef enn er jafnt bætist við eitt upphafskast í viðbót þar til úrslit liggja fyrir.

Skor sem nást í úr­slita­leikjum eru ekki tekin með við út­reikning á meðal­tali né reiknuð með á lista yfir hæstu skor í leik eða seríu í mótinu.

Séu lið jöfn að stigum eftir að keppni lýkur, skal hærra pinna­fall ráða.

Eftirtalin verðlaun eru veitt í deildarkeppni:

  1. 1., 2. og 3. sæti liða í deildum
  2. Hæsti leikur, hæsta sería og hæsta meðaltal einstaklings
  3. Hæsti leikur, hæsta sería og hæsta meðaltal liðs.
  4. Deildarmeistari  –  ef við á.
  5. Stjörnuskjöldur  –  fyrir flestar stjörnur liðs að meðaltali.
  6. Felluverðlaun  –  fyrir flestar fellur einstaklings að meðaltali.
  7. Framfaraverðlaun  í hverri deild  – sá einstaklingur sem tekur mestum framförum (hækkun meðaltals) á milli ára. Leikjafjöldi fyrra árs sé a.m.k. 21.
  8. Stigameistari deildar, fyrir flest stig að meðaltali.

10. grein

Lið dregur sig úr, er vísað úr eða hættir keppni

  • Dragi lið sig úr keppni á tímabilinu 15. maí til 31. júlí greiðir félagið sekt samkvæmt gjaldskrá KLÍ.
  • Dragi lið sig úr keppni frá 1. ágúst til upphafs keppnistímabilsins greiðir félagið fullt þátttökugjald.
  • Ef lið dregur sig úr keppni eftir að keppnistímabilið er hafið greiðir félag liðsins sekt samkvæmt gjaldskrá KLÍ. Þá eru stig þess og skor þurrkuð út. Mótherjar sem eiga leiki gegn liðinu sem vísar er úr keppni þurfa að spila sína leiki á áður auglýstum leiktíma þó svo að mótherjanum hafi verið vísað úr keppni.

Liðið fer í leikbann það sem eftir er keppnistímabilsins og ef liðið hefur keppni aftur keppnistímabilið á eftir skal það byrja í neðstu deild.

Það lið sem dregur sig úr keppni endar neðst í viðkomandi deild.

11. grein

Kærufrestur
Kærufrestur í Íslandsmóti liða er 7 dagar.

Áður Reglugerð um Íslandsmót liða
Breytt af stjórn KLÍ 24. september 2020
Bráðabirgðabreyting vegna Covid – Breytt af stjórn 28. janúar 2021

Breytt af stjórn KLÍ 13. september 2023