1. grein
Fyrirkomulag
Bikarkeppnin skal fara fram samhliða Íslandsmóti liða. Keppt skal eftir útsláttarfyrirkomulagi. Hver viðureign skal vera a.m.k. þrír leikir með möguleika á fjórða leik til að fá úrslit og síðan framlengingu, sjá hér á eftir. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki telst sigurvegari. Ef skor liða er jafnt í einhverjum þessara leikja skal hver leikmaður hvors liðs sem lék þann leik kasta einu kasti og skal samtala ráða úrslitum. Ef enn er jafnt bætist við eitt upphafskast í viðbót þar til úrslit liggja fyrir.
Ef hvort lið hefur unnið tvo leiki að loknum þessum fjórum leikjum skal framlengt. Í framlengingu skal leika 9. og 10. ramma og ræður samtala úrslitum. Ef enn er jafnt bætist við eitt upphafskast í viðbót þar til úrslit liggja fyrir.
2. grein
Bikardráttur
Draga skal í næstu umferð sem fyrst eftir að umferð er lokið og aldrei síðar en tveimur vikum fyrir umferðina. Dregin skulu tvö og tvö lið saman. Það lið sem fyrr er dregið úr pottinum skal fá heimaleik. Lið í 1. deild hefja þátttöku í 32ja liða úrslitum. Bikarmeistarar taki ekki þátt í forkeppni sem haldin er til að jafna liðafjölda (þ.e. ef lið þarf að sitja yfir þá gera bikarmeistararnir það). Úrslitaleikir karla og kvenna skulu leiknir á sama stað á sama tíma. Leikstaður skal ákveðin af mótanefnd í upphafi móts.
3. grein
Hlutgengi leikmanna
Leikmaður sem leikið hefur með A sveit liðs í Bikarkeppninni missir réttinn til að leika með B sveit liðsins í keppninni og öfugt.
4. grein
Fjarvera
Ef löglega skipað lið er ekki mætt til keppni við lok upphitunar skal leikurinn úrskurðaður því liði tapaður. Sekta skal það lið, sem ekki mætir, um a.m.k. það sem nemur tvöfaldri brautarleigunni.
5. grein
Kærufrestur
Kærufrestur í bikarkeppni liða er 7 dagar.
6. grein
Framkvæmd
Framkvæmd Bikarkeppninnar skal vera í höndum mótanefndar KLÍ.
7. grein
Þátttökugjald
Þátttökugjald í Bikarkeppni liða ákveður KLÍ í upphafi hvers keppnistímabils.
Breytt á formannafundi 11. apríl 2012
Breytt á formannafundi 16. apríl 2015
Breytt á 22. Þingi KLÍ þann 05. maí 2015
Breytt á formannafundi 01. september 2015
Breytt á 25. Þingi KLÍ þann 27. maí 2018