1. grein
Íslandsmót í Tvímenningi deildarliða skal halda árlega, minnst 3 sinnum á tímabilinu 1. september – 30. apríl mest 6 sinnum.
2. grein
Rétt til þátttöku hafa öll lið sem starfa innan vébanda Keilusambands Íslands.
Félög skulu tilkynna þátttöku í Íslandsmót í Tvímenningi deildarliða eigi síðar en 15. maí fyrir eldri lið og 31. júlí fyrir ný lið á þar til gerðum eyðublöðum.
3. grein
Leikinn skal tvímenningur og geta hvaða tveir löglegir leikmenn hvers deildarliðs spilað saman. Heimilt er að skipta um leikmenn og breyta röð eftir hvern leik.
4. grein
Skipta skal liðum í reiðla þó þannig að aldrei séu fleiri en 6 lið í hverjum riðli. Dregið er í riðla eftir deildum, þ.e. fyrst eru kvennaliðin dregin í riðla, síðan karlaliðin og byrjað á efstu deild, þannig að sem jöfnust skipting sé í riðlana. Ef spilað er í tveimur riðlum skal fara fram úrslitakeppni í lokin þar sem tvö efstu liðin úr hvorum riðli spila tvöfalda umferð á einu kvöldi. Ef riðlarnir eru þrír eða fleiri skal spila úrslitakeppni með einfaldri umferð, tvö efstu liðin úr forkeppninni. Eftir úrslitakeppni hlýtur efsta liðið titilinn Íslandsmeistari í Tvímenningi deildarliða.
5. grein
Fyrir hvert keppniskvöld í umferð skulu fyrirliðar eða staðgenglar þeirra skrifa á leikskýrslu nöfn þeirra leikmanna sem eiga að vera í keppnisliði liðsins í viðureigninni (mest 8 menn, minnst 2) og nafn aðstoðarmanns liðsins, ef einhver er. Eftir upphaf fyrsta leiks keppniskvölds má engar breytingar gera á keppnisliðinu í umferðinni.
Í lok hvers leiks skal fyrirliði liðsins eða staðgengill hans fylla út skýrsluna með skortölum allra leikmanna í liðinu og fá staðfestingu fyrirliða hins liðsins eða staðgengils hans um að skýrslan sé rétt fyllt út. Ef lið fyllir ekki út skorreiti eða samtalsreiti leikskýrslunnar er aganefnd KLÍ heimilt að refsa liðinu með fjársekt. Eftir viðureign skal afhenda dómara skýrsluna og skorblöð.
6. grein: Fjarveruskor
Ekki er leyft að nota fjarveruskor eða varaskor þó með þeirri undantekningu að ef leikmaður hefur leik og þarf frá að hverfa vegna meiðsla þá fær leikmaður 10% af fjarveruskori, fyrir hvern ramma. Ef leikmaður er ekki mættur í upphafi leiks fást 0 fyrir hvern þann ramma sem leikmaður missir af. Ef leikmaður kemur það seint að hann missir af 5. ramma leiks fær hann ekki að koma inná í leiknum og fær því liðið 0 stig úr þeim leik leikmannsins. Lið getur ekki unnið leik án þess að spila leikinn. Fjarveru skor er 120 stig.
7. grein: Forgjöf
Leikmenn kvennaliða fá 8 í forgjöf á hvern leik.
8. grein: Stigagjöf
Gefin skulu 50 bónus stig fyrir sigur og 25 fyrir jafntefli í hverjum leik. Leikið skal “round robin”. Skor + bónusstig gilda út veturinn.
- Staðan raðast eftir skori.
- Ef tvö eða fleiri lið eru jöfn gildir heildarskor.
- Ef tvö eða fleiri lið eru enn jöfn kastar hver leikmaður þeirra liða sem eru jöfn einu kasti og skal samtala liðsins ráða úrslitum.
- Ef enn er jafnt skal kast aftur og endurtaka það þartil úrslit liggja fyrir.
9. grein: Frestun viðureignar
Engar frestanir einstakra liða eru veittar í Íslandsmóti í Tvímenningi deildarliða. Mótanefnd er þó heimilt að fresta umferð vegna veigamikilla ástæðna.
Veigamiklar ástæður eru:
- Samgönguerfiðleikar vegna veðurs
- Leikmenn liða eru fjarverandi í keppni á vegum KLÍ.
Mótanefnd tilkynnir fyrirliðum viðkomandi liða um frestun og nýjan leiktíma eins fljótt og auðið er, sem og öðrum sem málið kann að varða.
10. grein: Kærufrestur
Kærufrestur í Íslandsmóti í Tvímenningi deildarliða liða er 7 dagar.
11. grein
Framkvæmd Íslandsmóti í Tvímenningi deildarliða liða skal vera í höndum mótanefndar KLÍ.
12. grein
Þátttökugjald í Íslandsmóti í Tvímenningi deildarliða liða ákveður KLÍ í upphafi hvers keppnistímabils.
Breytt á formannafundi 28. apríl 2011
Breytt á formannafundi 16.apríl 2015
Breytt á 22. Þingi KLÍ þann 05.05.2015
Breytt á 23. Þingi KLÍ þann 21.05.2016
Breytt á formannafundi 13. Maí 2018