1. grein: Tilkynningarskylda
Allir þeir sem öðlast vilja keppnisrétt með félagi innan vébanda KLÍ til þátttöku í Íslandsmótum í keilu skulu skila inn umsókn um leikheimild. Öll félaga- og/eða liðaskipti skulu gerast á vegum KLÍ.
2. grein: Tímabil félaga- og/eða liðaskipta
Tímabil félagaskipta eru eftirfarandi:
- Leikmönnum er ávallt heimilt að skipta um félag.
- Tímabil liðaskipta eru eftirfarandi:
- Leikmönnum eru liðaskipti frjáls frá og með 1. júní til og með 31. júlí ár hvert.
- Leikmönnum er aðeins heimilt að skipta einu sinni um lið frá og með 1. ágúst til og með 31. janúar.
- Frá og með 1. febrúar til og með 31. maí eru liðaskipti óheimil, utan sértilvik sbr. d- og g-lið 3. greinar.
3. grein: Hlutgengi leikmanna / leikheimildir
Leikmaður öðlast leikheimild um leið og umsókn hefur verið móttekin, enda sé hún lögleg að öðru leyti;
- Hafi hann aldrei verið skráður í lið og/eða félag
- Hafi hann ekki verið skráður í lið og/eða félag síðastliðin tvö keppnistímabil
- Hafi lið hans ekki verið tilkynnt í liðakeppni KLÍ innan tilskilins árlegs frests
- Hafi hann tilkynnt úrsögn úr liði fyrir 1. ágúst og óski eftir nýrri leikheimild á tímabilinu frá og með 1. ágúst til og með 31. maí.
- Tilkynni hann liða- og/eða félagaskipti og óski eftir nýrri leikheimild á tímabilinu frá og með 1. ágúst til og með 31. janúar.
- Hafi hann tilkynnt úrsögn úr liði og/eða félagi fyrir 1. febrúar og óski eftir nýrri leikheimild á tímabilinu frá og með 1. febrúar til og með 31. maí.
- Tilkynni hann félagaskipti og óski eftir nýrri leikheimild á tímabilinu frá og með 1. febrúar til og með 31. maí.
- Þó skulu líða 4 vikur í að hann fái leikheimild ef gengið er í sama líð, sjá liði e, f og g hér að ofan.Leikmaður öðlast ekki leikheimild þrátt fyrir móttöku umsóknar.
- Tilkynni hann liðaskipti og óski eftir nýrri leikheimild á tímabilinu frá og með 1. febrúar til og með 31. maí.
4. grein: Framkvæmd félaga- og/eða liðaskipta Framkvæmd félaga- og/eða liðaskipta og nýskráninga í lið.
Tilkynning um félaga og/eða eða nýskráningu í lið skal senda KLÍ á þar til gerðu eyðublaði (Umsókn um leikheimild) ásamt bankakvittun til staðfestingar greiðslu skráningargjalds. Umsókn telst vera móttekin þegar hún hefur borist KLÍ fullfrágengin og skráningargjald hefur verið greitt. Stjórn KLÍ ákveður skráningargjaldið fyrir hvert tímabil.
Umsókn um leikheimild er jafnframt yfirlýsing um að leikmaður skuldbindi sig til að hlíta gildandi reglum KLÍ. Öll liða og/eða félagaskipti ásamt skráningu nýrra liðs- og/eða félagsmanna skulu gerast á vegum KLÍ, hvort sem er innan keilufélags eða milli keilufélaga, innan héraðs eða milli héraða.
Við liðaskipti eða úrsögn leikmanns úr liði þarf undirskrift fyrirliða viðkomandi liða. Ætli fyrirliði að yfirgefa lið skal nýr fyrirliði skrifa undir umsókn um liðaskipti hans.
Við félagaskipti þarf undirskrift formanns eða gjaldkera keilufélagsins sem gengið er úr. Félagi er heimilt að veita öðrum umboð til undirritunar félagaskipta og skal það tilkynnt skrifstofu KLÍ.
Við úrsögn leikmanns úr keilufélagi þarf undirskrift formanns eða gjaldkera keilufélagsins sem gengið er úr. Úrsögn leikmanns úr keilufélagi eða umsókn um aðild að nýju keilufélagi felst ekki í umsókn um leikheimild. Ekki þarf að greiða félaga- og/eða liðaskiptagjald vegna úrsagnar.
Við nýskráningu í lið þarf undirskrift fyrirliða liðsins ásamt undirskrift stjórnarmanns félags.
Tilkynnigar þurfa að berast stjórn KLÍ á viðurkenndu formi, þ.e. bréflega, eða á annan sannanlegan máta eins og tölvupósti.
Ef stjórn þess keilufélags sem leikmaður hyggst ganga úr staðfestir ekki umsókn um leikheimild, öðlast leikmaður ekki leikheimild með nýju félagi. Hafi leikmaður fullnægt öllum skuldbindingum sínum gagnvart félaginu, er formanni KLÍ heimilt að gefa út keppnisleyfi fyrir leikmanninn að undangengnum árangurslausum sáttatilraunum milli félaganna.
Leikmaður fær útgefið keppnisleyfi sem staðfestir leikheimild þegar KLÍ hefur móttekið fullfrágengna umsókn og skal leikmaðurinn fá keppisleyfi sbr. 3. gr. frá og með næsta degi eftir móttöku. Almennt skal gilda, að leikmaður fær keppnisleyfi frá og með tilteknum degi hafi fullfrágengin umsókn um leikheimild borist KLÍ daginn áður eða í tölvupósti fyrir miðnætti daginn áður. Umsóknir sem berast um helgar og á frídögum skulu amk. afgreiddar næsta virka dag og keppnisleyfi gefið út frá og með þeim degi. KLÍ skal senda tilkynningu um keppnisleyfið á viðkomandi keilufélög með tölvupósti.
Breytt á þingi KLÍ 2.maí 2012
Samþykkt á formannafundi 17.5.17