Reglugerð KLÍ um Íslandsmet í keilu

1. grein

Aðeins íslenskir ríkis­borgarar geta sett Ís­lands­met.

2. grein

Íslandsmet verða aðeins sett í A- og B-mótum.

a)         Móts­haldari skal strax að loknum leik eða móti taka kúluna/kúlurnar til varð­veislu og koma henni/þeim til tækni­nefndar sem lætur athuga hvort hún/þær upp­fylli reglur FIQ/WTBA.

b)        Móts­haldari/dómari skal fylla út eyðu­blað KLÍ um skráningu mets.

Eyðu­blaðið ásamt skor­blaði/glæru verður að berast KLÍ.

3. grein

Met er hægt að setja í eftir­farandi flokkum:

a)         Einstaklingar:       Allt að 9 leikja röð karla og kvenna

b)        Tví­menningur:       Allt að 9 leikja röð karla, kvenna og blönduðum

c)         Para­keppni:           Allt að 6 leikja röð

d)        Liða­keppni karla og kvenna:

deildar­lið:        Allt að 3 leikja röð 4ra manna lið
deildarlið:        Allt að 5 leikja röð 3ja manna lið

félags­lið:          Allt að 3 leikja röð 5 manna liða

Ís­lands­met para verður aðeins sett í sér­stökum para­mótum þar sem öll pörin saman­standa af karli og konu.

4. grein

Met geta verið sett í öllum flokkum unglinga 18 ára og yngri, samanber Reglugerð um Íslandsmót unglinga, í eftir­farandi leikjum. Miða skal við afmælisdag.

a)         Einstaklingar         Allt að 9 leikja röð pilta og stúlkna.

b)        Liða­keppni             Allt að 6 leikja röð 3ja manna liða.

Flokkar:

17-18 (Frá og með 17 ára afmælisdegi til 19 ára afmælis).

15-16 (Frá og með 15 ára afmælisdegi til 17 ára afmælis).

13-14 (Frá og með 13 ára afmælisdegi til 15 ára afmælis).

11 – 12 (Frá og með 11 ára afmælisdegi til 13 ára afmælis.

10 og yngri (Allir sem ekki hafa orðið 11 ára).

5. grein

Met verða ekki viðurkennd nema leikið sé að minnsta kosti á tveim brautum, nema í 4. flokk í Meistarakeppni ungmenna og 3. og 4. flokk á Íslandsmóti unglinga. Met í 4ra leikja röð eða meira verða því aðeins viðurkennd að leikið sé á fjórum brautum eða fleiri.

6. grein

Ís­lands­met í einum leik er hægt að setja hvar sem er í leikja­röð. Ekki skal skrá jöfnun meta nema að það sé hámarksskor. Þegar hámarksskori er náð verður annað há­marks­skor sem á eftir kemur ekki skráð sem met heldur skráð sér­stak­lega sem jöfnun á meti.

7. grein

Met í leikja­röð er aðeins hægt að setja þannig að talið er frá fyrsta leik í lotu og lotan sé ós­litin.

Þannig er t.d. hægt að setja einstaklings­met í þriggja leikja röð í þriggja leikja seríu í liða­keppni, í þrem fyrstu leikjunum í 4ra leikja seríu í tví­menningi eða í þrem fyrstu leikjunum í

8 leikja undan­úr­slitum. Lota telst ekki slitin nema a.m.k. 30 mínútur séu á milli leikja.

8. grein

Met gildir þar til nýtt met er til­kynnt og viðurkennt af KLÍ. Nái fleiri en einn leik­maður meti í sama móti teljast þeir allir vera met­hafar. Sé met slegið í sama móti og met var sett í telst aðeins hæsta niður­staða vera met.

Breytt á formannafundi 29. apríl 2009

Breytt á formannafundi 01.september 2015

Breytt á fundi stjórnar 13. april 2023