1. grein
KLÍ veitir við sérstök tækifæri einstaklingum heiðursviðurkenningar fyrir mikil og góð störf fyrir sambandið og keiluna í landinu.
2. grein
Heiðursviðurkenningar KLÍ skiptast í eftirfarandi flokka:
a) Gullmerki KLÍ
b) Silfurmerki KLÍ
c) Afreksmerki KLÍ
3. grein
Gullmerki KLÍ skal aðeins veita þeim einstaklingum sem unnið hafa keiluíþróttinni langvarandi og þýðingarmikil störf.
4. grein
Silfurmerki KLÍ skal veita þeim einstaklingum sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu keiluíþróttarinnar í landinu.
5. grein
Afreksmerki KLÍ skal einungis veitt einstaklingi sem hefur skilað yfirburðaárangri í keppnum og tekið þátt í landskeppnum fyrir Íslands hönd.
6. grein
Halda skal skrá yfir allar heiðursviðurkenningar KLÍ.
Samþykkt á þingi KLÍ 19. apríl 2002