Meðaltal

Keilusambandið gefur út Allsherjarmeðaltal, en meðaltalið er notað í viðurkenndum A og B mótum til að skipta í flokka eða reikna forgjöf fyrir leikmenn.

Einnig er gefið út Utandeildarmeðaltal sem reiknað er á sama máta og Allsherjarmeðaltal, en byggir aðeins á leikjum í utandeild.

Til meðaltal teljast síðustu 100 leikir fyrir mánaðamót fyrir útreikning meðaltals. Einnig eru birt mánaðar-, vetrar- og ársmeðaltöl. Vetrarmeðaltal er reiknað útfrá leikjum á tímabilinu 1. júní til 31. maí.

Þá kemur einnig fram hve langt er síðan síðasti leikur leikmanns sem taldi til meðaltals var leikinn, í dálkinum „Óvirkir mán.“. Þeir leikmenn sem ekki hafa leikið leik sem telur til meðaltals næstu 24 mánuði á undan eru ekki birtir á þessum lista. Hinsvegar má fá upplýsingar um skráð meðaltal þeirra, líkt og annarra keilara, með því að fletta viðkomandi upp undir Leikmenn hér til hliðar.

Tölfræði einstakra keilara

Nálgast má upplýsingar um þróun meðaltals, síðustu leiki, helstu afrek og fleira hér að neðan.

Allsherjarmeðaltal

31. desember 2024
Osku Palermaa221,67
Gunnar Þór Ásgeirsson221,64
Jón Ingi Ragnarsson217,06
Hafþór Harðarson216,57
Patryk Preus215,50
Mikael Aron Vilhelmsson213,64
Aron Hafþórsson210,79
Gústaf Smári Björnsson206,54
Ísak Birkir Sævarsson205,97
Ásgeir Karl Gústafsson205,05
Allt meðaltalið (PDF)

Eldri meðtaltöl (PDF):

Utandeildar meðaltal

31. desember 2024
Adam Pawel Blaszczak221,56
Jón Ingi Ragnarsson219,44
Einar Már Björnsson215,94
Hlynur Örn Ómarsson209,55
Gústaf Smári Björnsson200,40
Róbert Dan Sigurðsson200,37
Kristján Þórðarson196,29
Ísak Birkir Sævarsson192,79
Hinrik Óli Gunnarsson190,44
Katrín Fjóla Bragadóttir189,38
Allt meðaltalið (PDF)

Eldri meðtaltöl (PDF):