Bronsverðlaunahöfunum frá Heimsmeistarmóti ungmenna var í gær veittar viðurkenningar fyrir árangurinn. Viðurkenningar voru veittar af Keilusambandinu, ÍR og ÍBR. Einnig ræddi blaðamaður frá Morgunblaðinu/24 stundir við þá félaga. Myndin er af þeim Hafþóri Harðarsyni (t.h.) og Róberti Dan Sigurðssyni, ásamt þjálfurum sínum Theódóru Ólafsdóttur og Herði Inga Jóhannssyni.
