Heimsmeistaramót ungmenna

Facebook
Twitter

Hér er mynd af bronsverðlaunahöfunum sem tekin er af Seiju Lankinen frá finnska keilusambandinu.

Aldeilis frábær árangur hjá strákunum.

 

Í dag var fyrri dagur í liðakeppninni og eru strákarnir í 18. sæti af þeim 44 þjóðum sem eru með fult lið.

En staða einstakra manna er eftirfarandi að loknum 15 leikjum (af 194 keppendum):

  • Hafþór Harðarson í 12. sæti með 3164 stig
  • Róbert Dan Sigurðsson í 27. sæti með 3044
  • Stefán Claessen í 118. sæti með 2827
  • Jón Ingi Ragnarsson í 131. sæti með 2796

Hjá stúlkunum er staðan þannig (af 135 keppendum):

  • Magna Ýr Hjálmtýrdóttir í 103.sæti með 2630 stig
  • Karen Rut Sigurðardóttir í 125. sæti með 2284 

Endilega kíkið inná heimasíðu mótsins www.2008wyc.com og skoðið hvað munar litlu á keppenum og sætaröðun.  Krakkarnir spila svo í stuttri olíu á morgun, sem verður þeim vonandi auðveldari.  Stelpurnar byrja á hádegi að íslenskum tíma og strákarnir klukkan 16:30.  Nú er bara að fylgjast með á netinu og ÁFRAM ÍSLAND.

Nýjustu fréttirnar