Titlarnir varðir í dag

Facebook
Twitter

KFR-Valkyrjur urðu í dag Bikarmeistarar kvenna fimmta árið í röð þegar þær lögðu KFR-Afturgöngur af velli.  Mjótt var á munum í fyrsta leik, 675 gegn 635, en Valkyrjurnar sigruðu næstu tvo leiki nokkuð örugglega, 751-639 og 746-650.  Efst hjá Valkyrjum var Theódóra Ólafsdóttir með 580.

Öllu meiri spenna var í karlaleiknum, en þó náðu ÍR-PLS að leggja ÍR-L af velli í þremur leikjum, en þeir fóru 808 gegn 783, 793-745 og 803-737.  Þeir Steinþór og Róbert Dan voru efstir hjá ÍR-PLS, Steinþór með 677 og Róbert Dan 666.  Er þetta annað árið í röð sem ÍR-PLS verða Bikarmeistarar og alls í þriðja skiptið.

Nýjustu fréttirnar