Undanúrslitum í bikarkeppni kvenna lauk á þriðjudaginn með leikjum ÍR-TT gegn KFR-Valkyrjum og leik KFR-Afturgangna og ÍR-KK. Leikur TT og Valkyrja fór alla leið í framlengingu og höfðu Valkyrjurnar sigur í bráðabananum, 149-125. Afturgöngurnar fóru hins vegar með sigur af hólmi í 3 leikjum og munu þær því mæta Valkyrjunum í úrslitum.
Hörkuleikur var í undanúrslitum í Bikarnum í gærkvöldi, þar sem KFR-Valkyrjur sigruðu ÍR-TT og komust áfram eftir bráðabana.
Lið ÍR-TT byrjaði betur og unnu fyrsta leikinn sannfærandi með 774 – 688. KFR-Valkyrjur unnu annan leikinn með 13 pinnum 701 – 688 og í þriðja leiknum snerist dæmið við og ÍR-TT unnu með 10 pinnum 695 – 685. KFR-Valkyrjur unnu síðan fjórða leikinn örugglega 707 – 655. Í bráðbananum tryggðu KFR-Valkyrjur sér síðan sigurinn með 149 – 125.
ÍR-TT 774 688 695 655 = 2812 125
KFR-Valkyrjur 688 701 685 707 = 2781 149
Guðný Gunnarsdóttir 740
Linda H. Magnúsdóttir 688
Sigurlaug Jakobsd. 668
Sigríður Klemensd. 716
Dagný E. Þórisdóttir 690
Theodóra Ólafsdóttir 660
Magna Ýr Hjálmtýsd. 718
Sigfríður Sigurðard. 714