Árshátíð KLÍ

Facebook
Twitter

Nú fer senn að líða að árshátíðinni og verður hún haldin þann 26. apríl á veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíð. Kvennalandsliðið hefur veg og vanda að árshátíðinni þetta árið og verður þetta án nokkurs vafa einn af hápunktum tímabilsins. Heyrst hefur að happdrættið sé einstaklega glæsilegt þetta árið og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og styrkja kvennaliðið okkar til ferðarinnar til Danmerkur í sumar.

Nýjustu fréttirnar