Stöð 2 Sport býður upp á Iceland Open 2008 núna um páskana og hefst fyrsti riðillinn á laugardagsmorgun kl. 9. Næsti riðill er síðan kl. 11:30 og síðasti riðillinn er á mánudaginn kl. 11. Úrslitin verða síðan kl. 12:30 á mánudag.
Það verða vegleg verðlaun í boði, en þau verða að einhverju leyti háð þátttöku. Mótið er forgjafarmót að þessu sinni og verður spilað í nýja deildarolíuburðinum.