Nú er komið að því að skipt verður um olíuvél í öskjuhlíðinni. Maður frá Kegel mun koma og setja vélina upp í dag og ef að allt gengur að óskum mun vélin verða tekin í notkun á morgun föstudag. Eftir að uppsetningu er lokið á nýju vélinni mun gamla vélin verða tekin í sundur og gerð upp. Tækninefnd mun hitta manninn frá Kegel á hádegi á föstudag og í samráði við hann ákveða nýjan olíuburð sem að verður notaður í framhaldinu. Um leið og nýr olíuburður verður ákveðinn verður hann birtur og hægt verður að æfa sig í honum á föstudeginum og laugards og sunnudagsmorgni.