Um næstu helgi, dagana 15. og 16. desember, verður Jólamót Nettó haldið.
Keppt verður í einstaklingskeppni í fimm flokkum og spilaðir 3 leikir. Hver keppandi getur spilað aftur 3 leiki ef hann vill (eins oft og hann vill) og gildir þá sú sería (3 leikir) sem er best, ekki verður spilað til úrslita.
Nánari upplýsingar um keppnisfyrirkomulag og leiktíma má sjá í auglýsingu.
Skráning fer fram hjá Reyni í síma 825-1213 og netfanginu [email protected]
Keiludeild ÍR