Hörður Ingi Jóhannsson hefur verið ráðinn starfsmaður Keilusambands Íslands í hálfu starfi frá og með 1. október s.l. Hörður ætti að vera öllum keppniskeilurum að góðu kunnur, enda reyndur keppnismaður og liðsmaður ÍR-PLS til margra ára. Starf Harðar felur m.a. annars í sér utanumhald um skor úr deildunum, Íslandsmótunum, allsherjarmeðaltal og margt, margt fleira. Hægt verður að ná í hann milli 10:00 og 14:00 virka daga á skrifstofu KLÍ í síma 514 4067, eða í netfangið [email protected]
Við óskum Herði hjartanlega velkominn til starfa, og vonum að allir keilarar á Íslandi njóti góðs af.