Tvímenningskeppni á Evrópumóti karla hefst á morgun, mánudag, og stendur til miðvikudags. Leiknir eru tvisvar sinnum sex leikir, fyrra skiptið í stuttum olíuburði, 35 fet, og það síðara í löngum, 45 fet. Vegna fjölda þjóða er leikið í fjórum hollum og leika þrjú á dag.
Tilkynnt hefur verið hvaða tvímenningum verður teflt fram fyrir Íslands hönd, og eru þeir eftirfarandi:
- Hafþór Harðarson og Árni Geir Ómarsson
- Stefán Claessen og Andrés Páll Júlíusson
- Róbert Dan Sigurðsson og Björn Sigurðsson
Ekki hefur verið tilkynnt í hvaða hollum hvaða tvímenningar leika.