Magnús Magnússon sigraði forkeppni Brunswick Aalborg International en forkeppni í mótinu lauk núna í kvöld. Magnús spilað stórglæsilega 6 leikja seríu 1514. Annar var Paul Moor frá Bretlandi með 1512 og þriðji var finnski atvinnumaðurinn Mika Koivuniemi með 1499. Þessi árángur Magnúsar tryggir honum sæti í þriðja hluta úrslitakeppni mótsins sem hefst í fyrramálið og lágmark 24. sæti í lokastöðu mótsins. Magnús fékk einnig 1000€ verðlaunafé fyrir sigurinn.
Stefán Claessen endaði í 79. sæti með 1272 og Hafþór Harðarson var í 98. sæti með 1249. Bowlersjournal heldur áfram að fylgjast með mótinu á morgun á slóðinni http://www.bowlersjournal.com/tournaments/2007aalborg/index.htm