Í var 14. ársþing KLÍ haldið í ÍR heimilinu við Skógarsel. 21 fulltrúi frá sat þingið ásamt stjórn og þingforseta, Hafsteini Pálssyni, sem á sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Hann flutti þinginu kveðju frá ÍSÍ og sæmdi Valgeir Guðbjartsson, fráfarandi formann KLÍ, gullmerki ÍSÍ. Valgeir hefur verið formaður KLÍ frá árinu 1999, en hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.
Fyrir þinginu lá meðal annars tillaga frá stjórn KLÍ um breytingu á reglugerð um Íslandsmót liða á þann hátt að mæti lið ekki til leiks skuli það lið sem mætir ekki spila leikinn. Nokkrar umræður urðu um hana, en tillagan var felld í atkvæðagreiðslu. Þá samþykkti þingið áskorun til fjölmiðla um að gera jaðaríþróttum betri skil í íþróttafréttum.
Þórhallur Hálfdánarson var sjálfkjörinn nýr formaður KLÍ þar sem aðrir buðu sig ekki fram. Þórhallur var kjörinn í stjórn á síðasta þingi og losnaði því um eitt sæti í stjórn til eins árs. Í framboði til þess voru Valgeir fráfarandi formaður og Einar Jóel Ingólfsson, og var Valgeir kjörinn með 11 atkvæðum gegn 10. Tvö önnur sæti í stjórn voru til kjörs, og gaf Bragi Már Bragason áfram kost á sér, en Guðmundur Sigurðsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Árni Geir Ómarsson tekur sæti hans, en fleiri gáfu ekki kost á sér en Bragi og Árni Geir.
Í varastjórn gáfu fimm kost á sér í þrjú sæti og voru það þau Laufey Sigurðardóttir, Einar Jóel Ingólfsson og Andrés Páll Júlíusson sem kjörin voru í varastjórn. Theódóra Ólafsdóttir og Þórarinn Már Þorbjörnsson náðu ekki kjöri.
Er þeim sem úr stjórn og varastjórn ganga þakkað fyrir störf sín og nýjir stjórnarmenn boðnir velkomnir.