100 ára afmælismót ÍR og Icelandair

Facebook
Twitter

100 ára afmælismót ÍR og Icelandair verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð 3. – 5. maí n.k. Spilaðir eru 6 leikir í forkeppni þar sem hægt er að velja um 4 riðla og getur hver keppandi spilað eins oft og hann vill og gildir þá hæsta serían.

Konur fá 8 pinna í forgjöf á hvern leik. 16 efstu keppendurnir að lokinni forkeppni komast áfram í milliriðla, þar sem keppt verður maður á mann í tveimur riðlum alls 7 leikir. Skorið úr forkeppninni fylgir ekki í milliriðla. Tveir stigahæstu keppendurnir úr hvorum riðli keppa síðan til úrslita. Verð kr. 3.000 fyrir forkeppni og kr. 4.500 fyrir milliriðli. Skráning er hjá Reyni reynir(hjá)postur.is sími 825 1213. Peningaverðlaun fyrir efstu sætin og gjafabréf frá Flugleiðum til hæsta Íslendingsins. Sjá nánar í auglýsingu

Til keppni í mótinu eru skráðir fjórir toppspilarar frá Svíþjóð og einn Bandaríkjamaður. Svíarnir eru Robert Andersson, sem sigraði um páskana á Husqvarna International í Jönköbing, Magnus Zachrisson, Roger Öberg og Tony Fransson, en þeir eru allir í Team Pergamon, og Gary Arntzen frá Bandaríkjunum.

Vegna fjölda áskorana hefur verið tekin sú ákvörðun að nota ekki deildarolíuburð í mótinu. Þess í stað verður notaður olíuburður nr 6 sem er 40 feta olíuburður. Verið er að vinna í því að fá graf af olíuburðinum.

Nýjustu fréttirnar