Árshátíð Keilusambands Íslands verður haldin í Laugardalshöllinni laugardaginn 5. maí n.k. Húsið opnar kl. 19:00. Miðaverð er 4.900 kr. Forréttarhlaðborð, steikarhlaðborð, kaffi og konfekt. Happdrætti með fjölda glæsilegra vinninga. Hvetjum alla til að mæta. Ágóðinn rennur til karlalandsliðsins vegna þátttöku á Evrópumeistaramóti karla sem haldið verður í Vínarborg 30. júní til 10. júlí n.k.
Hafþór (s. 694 8888) og Stefán (s 897 7357) verða með miða til sölu gegn reiðufé í Keiluhöllinni þriðjudagskvöld, laugardag, sunnudag og mánudagskvöld.