Sjóvá mótið – undanúrslit

Facebook
Twitter

Í dag, laugardaginn 31. mars lauk 8 manna úrslitum karla þegar Hafþór Harðarson og Árni Geir Ómarsson tryggðu sér sæti í undanúrslitum sem fara fram á morgun, sunnudaginn 1. apríl og hefjast kl. 9:00.

Í undanúrslitum kvenna mætast : Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR og Sigfríður Sigurðardóttir KFR, Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Sirrý Hrönn Haraldsdóttir KFK. Í undanúrslitum karla mætast: Stefán Claessen ÍR og Hafþór Harðarson KFR, Árni Geir Ómarsson ÍR og Magnús Reynisson KR.

Úrslitaleikirnir fara síðan fram strax að loknum undanúrslitunum og að því loknu verður verðlaunaafhending, þar sem einnig verður dregið um útdráttarverðlaun.

Leikir dagsins í 8 manna úrslitum karla fóru þannig:
Jón Ingi Ragnarsson 522 – Hafþór Harðarson 642
Árni Geir Ómarsson 669 – Andri Már Ólafsson 615

Nýjustu fréttirnar