Að loknum fyrri 6 leikjum forkeppni fyrri riðils á Íslandsmóti einstaklinga er staðan sú að Íslandsmeistarinn frá fyrra ári Sigfríður Sigurðardóttir KFR leiðir í kvennaflokki með 1.195 pinna eða 199,17 að meðaltali í leik. Í 2. sæti er Guðný Gunnarsdóttir ÍR með 1.028 og Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR er í 3. sæti með 938.
Gamla kempan úr KR, Davíð Löve spilaði best af körlunum í morgun og er efstur með 1.235 eða 205,83 að meðaltali. Í 2. sæti er Atli Þór Kárason ÍR með 1.221 og í 3. sæti er unglingalandsliðsmaðurinn Jón Kristinn Sigurðsson ÍR með 1.215.