Íslandsmót einstaklinga hefst á morgun

Facebook
Twitter

Keppni á Íslandsmóti einstaklinga hefst kl. 9:00 laugardaginn 24. febrúar í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.  48 keppendur eru skráðir til leiks í ár, 17 konur og 31 karl.  Í forkeppni eru leiknir tvisvar 6 leikir, og eru ráshópar kl. 9:00 laugardag og sunnudag helgarnar 24. – 25. febrúar og 3. – 4. mars.  Keppni í milliriðli, en þangað komast 16 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar, fer fram mánudaginn 5. mars kl. 19:00, og undanúrslit, 8 karlar og 6 konur, þriðjudaginn 6. mars á sama tíma.  Til úrslita er leikið strax að undanúrslitum loknum.

Vegna fjölda þátttakenda er óskað eftir tveimur sjálfboðaliðum sem skráðir eru síðari helgina en sjá sér fært að taka þátt nú um helgina.  Ef þú ert einn af þeim viljum við biðja þig að hafa samband við Reyni í síma 825-1213, eða að senda póst á skraning (hjá) kli.is.

Þá hefur einnig verið ákveðið að leyfa tvær skráningar í viðmót nú um helgina til að jafna fjölda keppenda á brautum.  Skráning í þau sæti er á skraning (hjá) kli.is og gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá.

Nýjustu fréttirnar