Íslandsmót unglinga 2007

Facebook
Twitter

Fyrri hluti Íslandsmóts unglinga 2007 fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keilusalnum á Akranesi um helgina. Ágæt spilamennska hefur verið í mótinu það sem af er. Á laugardag lék Jón Ingi Ragarsson KFR best þegar hann spilaði 1.275 í 6 leikjum og á sunndag setti Karen Rut Sigurðardóttir ÍR tvö Íslandsmet í sínum flokki þegar hún spilaði 995 í 5 leikjum og 1.175 í 6 leikjum.

Alls taka 24 keppendur þátt í mótinu að þessu sinni, frá fjórum félögum, ÍR, KFA, KFR og KR og keppa í 4 flokkum pilta og 3 flokkum stúlkna. Staðan að lokinni fyrstu keppnishelginni er þannig:

Í 1. flokki pilta: Jón Ingi Ragnarsson KFR, Bjarni Páll Jakobsson KFR og Andri Már Ólafsson KFR.
Í 1. flokki stúlkna: Karen Rut Sigurðardóttir ÍR, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR og Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR
Í 2. flokki pilta: Hafliði Örn Ólafsson ÍR, Skúli Freyr Sigurðarson KFA og Páll Óli Knútsson KFR.
Í 2. flokki stúlkna: Ástrós Pétursdóttir ÍR og Bylgja Ösp Pedersen KFA.
Í 3. flokki pilta: Kristófer Arnar Júlíusson KFA, Gunnar Ágúst Ómarsson KFA og Einar Sigurður Sigurðsson ÍR.
Í 3. flokki stúlkna: Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA og Hjördís Helga Árnadóttir KFA.
Í 4. flokki pilta: Guðmundur Gestur Garðarson KFA og Bjarki Steinn Björnsson KR.

Mótið heldur áfram á laugardaginn 17. febrúar kl. 9:00 og lýkur á sunnudag 18. febrúar. Hvetjum við alla til að mæta á staðinn og fylgjast með spennandi keppni.

Nýjustu fréttirnar