Guðný enn á toppnum

Facebook
Twitter

Guðný Gunnarsdóttir úr ÍR hélt áfram góðri spilamennsku og er enn í fyrsta sæti, 104 pinnum á undan Rögnu Matthíasdóttur úr KFR.  Helga Sigurðardóttir úr KFR lék næst best í kvöld, 803, og vann sig úr áttunda sæti uppí það fjórða.  Laufey Sigurðardóttir úr ÍR er hinsvegar í þriðja sæti eftir milliriðilinn, en hún var einnig þriðja hæst í kvöld.

Magnús Magnússon, KR, var afar nálægt 300 leiknum í kvöld, en í öðrum leik lék hann 299, en það var nían sem stóð í tólfta skotinu.  Magnús er með 209 í nýjasta allsherjarmeðaltali, og leikur því ekki með neinni forgjöf.  Þess má geta að Magnús lék 300 leik þann 13. maí árið 2000 og varð þar með fjórði Íslendingurinn til þess.  Magnús spilaði 927 í kvöld og vann sig úr þriðja sæti uppí það annað.  Hæst allra lék Þórhallur Hálfdánarson úr ÍR, 988, og náði forystu í karlaflokki, en hann var fyrir daginn í dag í 6. sæti.

8 karlar og 6 konur leika í undanúrslitum á morgun kl. 19:00, þar sem leikið er eftir maður á mann fyrirkomulaginu.

Staðan að loknum milliriðlum:

Nýjustu fréttirnar