Keppni hafin í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf

Facebook
Twitter

Í morgun hófst í Keiluhöllinni keppni í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf þegar fyrri ráshópur lék í forkeppni, en í honum léku 14 karlar og 10 konur. 

Guðný Gunnarsdóttir úr ÍR, sem varð Íslandsmeistari árið 2005, er efst eftir daginn í dag, með 216,5 í meðaltal eða 688.  Næst á eftir henni kemur Bára Ágústsdóttir, KFR, með 823 og því næst hin unga Ástrós Pétursdóttir með 786.  Núverandi Íslandsmeistari, Ragna Matthíasdóttir úr KFR mun leika í fyrramálið.

Í karlaflokki eru það þeir Halldór Ragnar Halldórsson úr ÍR og Bragi Már Bragason úr KR sem eru efstir og jafnir með 913, en einnig er jafnt í þriðja til fjórðasæti, en þar sitja þeir Arnar Sæbergsson úr ÍR og Axel Heimir Þórleifsson úr Keilufélaginu Keila, KFK.

Í fyrramálið kl. 9:00 mun síðari ráshópurinn leika, 18 karlar og 10 konur.

Staðan að loknum fyrsta keppnisdegi:

Nýjustu fréttirnar