Meistarakeppni ungmenna 3. umferð

Facebook
Twitter

Þriðja umferð í Meistarakeppni Ungmenna  fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 20. janúar. Alls tóku 23 keppendur þátt að þessu sinni, flestir í 2. flokki pilta, þar sem einnig er gríðarleg hörð barátta, einungis örfáir pinnar skildu menn að eftir keppni dagsins og barátta er um hvert stig. Sjá nánar

Næsta umferð í Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíðinni og Keilusalnum á Akranesi laugardaginn 10. mars n.k. Sjá nánar í dagskrá unglingamóta

Í 1. flokki pilta sigraði Hafþór Harðarson KFR með 1.224, Magnús S. Guðmundsson varð í 2. sæti með 935.
Í 1. flokki stúlka var einn keppandi Margrét Björg Jónsdóttir KFA sem spilaði 732.
Í 2. flokki pilta sigraði Stefán Claessen ÍR með 1.183, Jón Kristinn Sigurðsson ÍR varð í 2. sæti með 1.169, Jón Ingi Ragnarsson KFR varð í 3. sæti með 1.164 og Róbert Dan Sigurðsson ÍR varð í 4. sæti með 1.158.
Í 2. flokki stúlkna sigraði Magna Ýr Hjálmstýsdóttir KFR með 1.1.31 og Karen Rut Sigurðardóttir ÍR varð í 2. sæti með 981.
Í 3. flokki pilta sigraði Andri Már Ólafsson KFR með 1.209, Hafliði Örn Ólafsson ÍR varð í 2. sæti með 1.068 og Guðmundur Óli Magnússon ÍR varð í 3. sæti með 872.
Í 3. flokki stúlkna sigraði Ástrós Pétursdóttir ÍR með 928, Bylgja Ösp Pedersen varð í 2. sæti með 874 og Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR varð í 3. sæti með 735.
Í 4. flokki pilta sigraði Einar Sigurður Sigurðsson ÍR með 432, Arnór Elís Kristjánsson KFA varð í 2. sæti með 348 og Kristófer Arnar Júlíusson KFA varð í 3. sæti með 328.
Í 4. flokki stúlkna var einn keppandi Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA sem spilaði 357.

Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar