Afrekskvennasjóður Glitnis og ÍSÍ

Facebook
Twitter

Menningarsjóður Glitnis hefur lagt fram 20 milljónir króna til að stofna Afrekskvennasjóð Glitnis og ÍSÍ. Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri.

Sjóðsstjórn skipa Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík og fyrrum frjálsíþróttakona, Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum landsliðskona í knattspyrnu, þjálfari og lektor við KHÍ, og Vala Flosadóttir stangastökkvari og eina íslenska konan sem hlotið hefur verðlaun á Ólympíuleikum. Hægt verður að sækja um styrki auk þess sem stjórn sjóðsins getur tekið frumkvæði að styrkveitingum. Úthlutað verður úr sjóðnum tvisvar á ári, 2 milljónum í hvort sinn.

Nýjustu fréttirnar