Fyrirtækja- og hópakeppni KFA 2006-2007

Facebook
Twitter

Á Skaganum hefur verið haldin öflug Fyrirtækja og hópakeppni undanfarin ár, og er keppnin haldin fjórða árið í röð nú í vetur. Að þessu sinni eru átján lið skráð til keppni og hafa alls spilað með þeim 85 keppendur. Keppnin er spiluð í þremum riðlum og eru sex lið í hverjum riðli. Að lokinni riðlakeppninni munu tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í úrslita keppni.

Nú þegar fjórðu umferð er lokið í riðlum A og C eru leikar heldur betur farnir að æsast. Í A-riðli eru þrjú lið jöfn í 2. – 4. sæti og eru það því fjögur efstu liðin sem eiga möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina. Tveir úrslita leikir verða háðir í A-riðli í fimmtu og síðustu umferð riðlakepnninnnar. Þar munu mætast Brautin sem er með 20 stig í  1. sæti og Á.Hlinason sem er með 14 stig í 2. – 4. sæti og hins vegar ÞogE1 og Straumnes sem deila 2. – 4 sæti einnig með 14 stig. Í C-riðli er LGG+ öruggir áfram með 24 stig,  en hörð barátta er um 2. sætið í riðlinum þar sem VORG og Safnasvæðið eru jöfn í 2. – 3. sæti með 16 stig. Munu þau því spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum. Fjórða umferð B-riðils verður spiluð í næstu viku og stefnir í mikla baráttu þriggja efstu liða um efstu tvö sætin því þau eiga öll möguleika á að vinna riðilinn. Sjá nánar á heimasíðu KFA

Nýjustu fréttirnar