Forkeppni í Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstaklinga 2007, lauk í gær laugardaginn 6. janúar. Þá spiluðu 24 keppendur í mótinu og voru það því alls 47 karlar og 22 konur eða samtals 69 keppendur sem tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Eru það töluvert færri keppendur vant en, en þeir hafa verið á bilinu 90 – 100 síðustu árin.
Dregið verður í 64 manna úrslit karla mánudaginn 8. janúar að lokinni forkeppni í Íslandsmóti para. 15 leikir fara fram í 64 manna úrslitum karla sem fara fram laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. janúar 2007 og sitja 17 efstu karlarnir því hjá í fyrstu umferð.
6 leikir fara fram í 32 manna úrslitum kvenna og sitja 10 efstu konurnar því hjá í fyrstu umferð. Stefnt er að því að 32 manna úrslit karla og kvenna fari fram í febrúar.
Hafþór Harðarson KFR hélt forystu í karlaflokki með 697 seríu, Róbert Dan Sigurðsson ÍR er annar með 695 og Bragi Már Bragson KR er þriðji með 694. Í kvennaflokki á Sigfríður Sigurðardóttir KFR langhæstu seríuna eða 666, Ragna Matthíasdóttir KFR spilaði 601 um helgina og er því með næst hæstu seríuna og Ágústa Þorsteinsdóttir KFR kemur næst með 567. Sjá nánar