Síðasta tækifærið til að spila í forkeppni í Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstaklinga er um helgina. Þrír riðlar verða á morgun, laugardaginn 6. janúar kl. 9:00, 10:00 og 11:00. Skráning er á netfangið [email protected] . Hafþór Harðarson KFR er með forystu í karlaflokki með 697 seríu, Róbert Dan Sigurðsson ÍR kemur á hæla honum með 695 og Bragi Már Bragson KR er þriðji með 694. Í kvennaflokki á Sigfríður Sigurðardóttir KFR langhæstu seríuna eða 666, Ágústa Þorsteinsdóttir KFR kemur næst með 567 og Sigríður Klemensdóttir ÍR er þriðja með 561. Sjá nánar stöðuna í mótinu
Meistarakeppni ungmenna 2. umferð 2024-2025
Úrslit í annarri umferð Meistarakeppni Ungmenna 2024-2025 voru eftirfarandi: flokkur