Kampavínsmót KFR 2006

Facebook
Twitter

Sannkölluð metþátttaka var í Kampavínsmóti KFR sem haldið var í Keiluhöllinni á gamlársdag, en alls voru það 51 keppandi sem tók þátt að þessu sinni. Keppt var á öllum brautum í og var sérstaklega ánægjulegt að sjá húsið fullt af keilurum þennan síðasta dag ársins.

Úrslit mótsins voru þau að Róbert Dan Sigurðsson ÍR sigraði í * flokki með 654 seríu, Bjarni Páll Jakobsson KFR var í 2. sæti með 619 og Robert Anderson var í 3. sæti með 616. Magnús Sigurjón Guðmundsson kFA sigraði í A flokki með 598, Hafliði Örn Ólafsson var í 2. sæti með 582 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR varð í 3. sæti með 576. Axel Heimir Þórleifsson KFK sigraði í B flokki með 565, Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR varð í 2. sæti með 516 og Sigurður Þorsteinn Guðmundsson KFA varð í 3. sæti með 515. Benedikt Jóhannsson KFA sigraði í C flokki með 489, Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson var í 2. sæti með 485 og Laufey Sigurðardóttir ÍR varð í 3. sæti með 437. Hafþór og Pétur Orri fengu viðurkenningar fyrir hæsta og lægsta leik Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar