Alls tóku 13 unglingar þátt í Reykjavíkurmóti unglinga að þessu sinni og kepptu í þremur flokkum pilta og tveimur flokkum stúlkna. Úrslit fóru þannig að Karen Rut Sigurðardóttir ÍR sigraði í 1. flokki stúlkna og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR var í 2. sæti. Ástrós Pétursdóttir ÍR sigraði í 2. flokki stúlkna og Bergþóra Rós Ólafsdóttir var í 2. sæti. Jón Ingi Ragnarsson KFR sigraði í 1. flokki pilta, Róbert Dan Sigurðsson ÍR varð í 2. sæti og Stefán Claessen ÍR í 3. sæti. Andri Már Ólafsson KFR sigraði í 2. flokki pilta, Hafliði Örn Ólafsson ÍR varð í 2. sæti og Guðmundur Óli Magnússon ÍR var í 3. sæti. Í 3. flokki pilta varð Guðlaugur Valgeirsson KFR Reykjavíkurmeistari.
Alls tóku 13 unglingar þátt í Reykjavíkurmóti unglinga að þessu sinni og kepptu í þremur flokkum pilta og tveimur flokkum stúlkna. Úrslit fóru þannig:
Í stúlknaflokki sigraði Karen Rut Sigurðardóttir ÍR í 1. flokki og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR var í 2. sæti. Ástrós Pétursdóttir ÍR sigraði í 2. flokki stúlkna og Bergþóra Rós Ólafsdóttir var í 2. sæti.
Í 1. og 2. flokki pilta var hart barist um sigurinn. Fór svo að lokum að Jón Ingi Ragnarsson KFR sigraði í 1. flokki pilta en hann sigraði Róbert Dan Sigurðsson ÍR í úrslitaleiknum með 214 gegn 206. Í leiknum um 2. sæti sigraði Jón Ingi, Stefán Claessen ÍR með stórleik eða 255 gegn 145. Andri Már Ólafsson KFR sigraði í 2. flokki pilta en hann vann Hafliða Örn Ólafsson ÍR í úrslitunum með 195 gegn 163 og Andri Már vann einnig Guðmund Óla Magnússon ÍR með 169 gegn 121. Í 3. flokki pilta varð Guðlaugur Valgeirsson KFR Reykjavíkurmeistari.