Opna Reykjavíkurmót unglinga 2006

Facebook
Twitter

Opna Reykjavíkurmót unglinga 2006 verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. desember n.k. og hefst keppni kl. 16:00 báða dagana. Mótið er fyrir pilta og stúlkur á aldrinum 11 – 18 ára og er frítt fyrir unglinga sem skráð eru í keilufélögin í Reykjavík en gestir greiða þátttökugjald. Skráning fer fram hjá Dóru í síma 661 9585 eða á netfangið [email protected] og lýkur skráningu laugardaginn 23. desember kl. 18:00. Sjá nánar í auglýsingu

Nýjustu fréttirnar