Jólamót Samkaupa og Nettó 2006

Facebook
Twitter

Góð þátttaka var í Jólamóti Samkaupa og NETTÓ sem fram fór um helgina. Alls tóku þátt í mótinu 54 keppendur sem spiluðu samtals 62 seríur. Hæstu seríuna í mótinu átti Jón Ingi Ragnarsson 655.  Keiludeild ÍR vill þakka stuðningsaðilum vegna mótsins, en það voru : Nettó í Mjódd, Þín verslun í Breiðholti, Sena hf., Búr. hf og T.G.I. Friday’s. Einnig þakkar keiludeild ÍR keppendum fyrir skemmtilegt mót. Ósóttir miðar komu á happdrættisnúmer 137 seðlaveski, 107 lyklakippa og 310 íþróttataska. Vinningshafar geta haft samband við Þórarin Má Þorbjörnsson [email protected] Sjá úrslit

Róbert Dan Sigurðsson ÍR sigraði í * flokki með 649, Andrés Páll Júlíusson KR var í 2. sæti með 629 og Sigfríður Sigurðardóttir KFR varð í 3. sæti með 600 sléttar. Í A flokki sigraði Jón Ingi Ragnarsson KFR með 655, Ásgrímur Helgi Einarsson KFK varð í 2. sæti með 626 og Eiríkur Arnar Björgvinsson ÍR varð í 3. sæti með 621. Í B flokki sigraði Sigurður Þorsteinsson KFA með 601, Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR varð í 2. sæti með 539 og Sigríður Klemensdóttir ÍR varð í 3. sæti með 531. Karen Rut Sigurðardóttir ÍR sigraði í B flokki með 544, í 2. sæti varð Baldur Bjartmarsson ÍR einnig með 544, en lægsta síðasta leik og í 3. sæti með 498 varð Haukur E. Benediktsson ÍR. Í C flokki sigraði Magnús Geir Jensson ÍR með 499, í 2. sæti varð Guðrún Arnarsdóttir KFR og í 3. sæti varð Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson ÍR með 443. Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar