Staðan í deildunum

Facebook
Twitter

Nú er lokið 8. umferð í öllum deildum í Íslandsmóti liða og búið er að uppfæra stöðuna í 1. deild kvenna og 2. deild karla sem lauk í gær, mánudaginn 27. nóvember.

ÍR-TT heldur toppsæti 1. deildar kvenna með 1 stigs forystu á KFR-Valkyrjur eða 115 stig á móti 114. KFR-Afturgöngurnar hafa nú 81,5 stig en hafa leikið einum leik færri. Bestu seríu umferðarinnar átti Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR-Valkyrjum 596. Sjá nánar

Í 2. deild karla eru KFK-Keiluvinir búnir að ná efsta sætinu af KFR-JP-kast og hafa nú 102 stig á móti 99 stigum keppninautanna. KR-C fylgir síðan fast á eftir með 97 stig. Bestu seríu umferðarinnar átti Ólafur Ólafsson KFR-JP-kast 590. Sjá nánar

8. umferð 1. deildar karla fóru fram í kvöld, þriðjudaginn 28. nóvember. Úrslit kvöldsins voru þau að KR-A vann ÍR-KLS 17 – 3, ÍR-PLS vann KR-B 18 – 2, ÍR-A vann KFR-Stormsveitina 16-4, ÍR-L vann KFR-Þresti 13 – 7 og síðast en ekki síst unnu KFR-Lærlingar ÍR-P 20 – 0. Hæstu seríu kvöldsins átti Eiríkur Arnar Björgvinsson ÍR-L 695. Staðan er því þannig að KR-A heldur efsta sætinu með 0,5 stigum eða 121,5 stigum, KFR-Lærlingar eru í 2. sæti með 121 stig, ÍR-PLS eru í 3. sæti með 104 stig og ÍR-A kemst upp í 4. sætið með 91,5 stig. Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar