1. umferðin í Meistarakeppni ungmenna fór fram laugardaginn 4. nóvember. Kepptu unglingar í 1., 2. og 3. flokki í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð en 4. flokkurinn spilaði í Keilusalnum á Akranesi. Alls tóku 27 unglinga þátt í mótinu að þessu sinni og var spilamennska mjög góð. Eini keppandinn í 1. flokki stúlkna var nýr keppandi frá KFA Margrét Jónsdóttir sem tók þátt í sínu fyrsta móti. Í 1. flokki pilta sigraði Hafþór Harðarson KFR með 1.202, í 2. sæti var Magnús S. Guðmundsson KFA með 1.178, í 3. sæti Eiríkur Arnar Björgvinsson ÍR með 1.037. Í 2. flokki stúlkna sigraði Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR með 1.049 og í 2. sæti var Karen Rut Sigurðardóttir með 901. Í 2. flokki pilta sigraði Róbert Dan Sigurðsson ÍR með hæsta skori dagsins 1.224, í 2. sæti var Stefán Claessen ÍR með 1.204 og í 3. sæti var Bjarni Páll Jakobsson KFR með 1.177. í 3. flokki stúlkna sigraði Ástrós Pétursdóttir ÍR með 954, í 2. sæti var Bylgja Ösp Pedersen KFA með 834 og í 3. sæti var Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR með 700. í 4. flokki stúlkna var einn keppandi Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA með 405 seríu í 3 leikjum. Í 4. flokki pilta var jöfn og spennandi keppni, þar sem Kristófer Arnar Júliusson KFA vann með 368, í 2. sæti var Gunnar Ágúst Ómarsson með 363 og í 3. sæti Árni Magnússon með 343. Sjá nánar um úrslit og skor mótsins
Meistarakeppni ungmenna 2. umferð 2024-2025
Úrslit í annarri umferð Meistarakeppni Ungmenna 2024-2025 voru eftirfarandi: flokkur