Í síðustu ársskýrslu ÍSÍ var fjallað um mikilvægi þess að sérsamböndin beittu sér fyrir því að fá fulltrúa í nefndum á vegum þeirra alþjóðlegu íþróttasambanda sem þau eiga aðild að, en þar segir „Þátttaka Íslendinga í stjórnar- og nefndarstarfi á alþjóðavísu er afar mikilvæg. Með því að eiga fulltrúa í nefndum og ráðum, eignast íþróttahreyfingin á Íslandi mikilvæga tengiliði og aðgang að upplýsingum og eftir atvikum fjármunum. Fyrir u.þ.b. 10 árum voru aðeins 3 – 4 Íslendingar sem áttu sæti í stjórnum og nefndum á alþjóðavísu en í dag eru á milli 25 – 30 aðilar sem sinna þessum störfum.“ Á heimasíðu ÍSÍ er nú birt grein eftir Stefán Konráðsson framkvæmdatjóra ÍSÍ um þetta efni.
Af því tilefni má geta þess að Valgeir Guðbjartsson formaður Keilusambands Íslands á nú sæti í stjórn Evrópusambands keilusambanda og í mótanefnd Evrópusambandsins.