Skráning er hafin í Utandeild KLÍ, sem haldin hefur verið nokkur ár í röð, og 30 lið verið skráð til leiks undanfarin ár. Að þessu sinni er það Keilufélagið Keila (KFK) sem hefur umsjón með Utandeildinni. Utandeildin er tilvalið tækifæri fyrir fyrirtækjahópa, saumaklúbba, matarklúbba eða hvers konar hópa til að hittast einu sinni í mánuði í keilu. Keppni hefst í október, en skráningu lýkur 29. september.
Utandeildin fer fram á fimmtudögum í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Nánari upplýsingar má fá hjá Ásgrími Helga Einarssyni hjá KFK í síma 660-5367.