Jemma Smith, Katie Jowsey og Fiona Banks Englandi sigruðu í þrímenningi á Evrópumeistaramóti kvenna þegar þær sigruðu Britt Bröndsted, Mai Ginge Jensen og Kamilla Kjeldsen Danmörku í úrslitaleiknum, 611-568. Englendingarnir sigruðu Hollendingana, Wendy Kok, Marieke de Jong og Ghislaine van der Tol, 705-696, en Danir sigruðu Þjóðverjana Martina Beckel, Tina Hulsch og Patricia Schwarz, 694-650. Danir eru þá búnir að bæta öðru silfri í safnið, eftir að vinna gull og silfur í tvímenningnum, en Englendingar eru búnir að tryggja sér gull og brons. Sjá nánar á heimsíðu mótsins.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu