Evrópumeistaramót kvenna 2006

Facebook
Twitter

Nú er hafin keppni á Evrópumóti kvenna í keilu 2006 sem fram fer í Böblingen í Þýskalandi dagana 25. ágúst til 2. september n.k.  Að þessu sinni sendu 22 þjóðir fulltrúa sína til keppni, eða 118 keppendur alls, og eru það nokkuð færri en á undanförnum mótum. Íslenska kvennalandsliðið er því miður fjarri góðu gamni og svo er einnig um fleiri þjóðir að þessu sinni. Norðmenn mæta hins vegar með tvo keppendur undir stjórn nýs kvennalandsliðsþjálfara Peters „Peppe“ Engström, sem er okkur að góðu kunnur.

Keppni í tvímenningi lauk í dag með seinni 6 leikja seríunni og að loknum undanúrslitum og úrslitum stóðu frændur vorir Danir uppi sem tvöfaldir sigurvegarar. Evrópumeistarar í tvímenningi eru systurnar Mai Ginge-Jensen og Anja Ginge-Jensen sem enduðu í undankeppninni með 5.205 eða með 216,88 að meðaltali eftir 24 leiki. Í öðru sæti urðu landar þeirra Kamilla Kjeldsen og Britt Bröndsted með 5.101 eða 212,54 og í þriðja sæti Piritta Kantola og Reija Lunden frá Finnlandi 5.202, 216,75 og Fiona Banks og Katie Jowsey frá Englandi 5.099, 212,46. Spilamennska dagsins í langri olíu var mjög góð og voru t.d. fjórir tvímenningar með yfir 2.600 seríu. Patricia Schwartz Þýskalandi spilaði best allra keppendanna í dag og stóð uppi með einn 300 leik og 1.477 seríu. Á morgun þriðjudag hefst síðan keppni í þrímenningi í stuttri olíu. Sjá nánar á heimasíðu mótsins og einnig er að finna umfjöllum um mótið á Bowling digital

Nýjustu fréttirnar