Álftanes er utandeildarmeistari 2006

Facebook
Twitter

Utandeild KLÍ lauk í gærkvöldi. Til úrslita léku Penninn, Álftanes og nágrenni, BLS, Landsbankinn, ITS og Mjólk. Leikin var einföld umferð allir við alla. Keppnin var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta skoti. Þegar upp var staðið var það Álftanes sem sigraði, voru með jafnmörg stig og Mjólk en hærra meðaltal.

Bestu spilamennsku gærkvöldsins áttu Sirrý Hrönn Haraldsdóttir Álftanesi en hún spilaði á 252,2 í meðaltal  m/forgjöf og Hafþór Harðarson BLS með 236,2 m/forgjöf. Sirrý var með 66 í forgjöf en Hafþór 1.

Sjá úrslit hér

 


Sigurvegarar Álftaness

Liðin í þremur efstu sætunum. 

Nýjustu fréttirnar