Keppni hafin í Danmörku

Facebook
Twitter
Keppni á Evrópumeistaramóti unglinga hófst í Kaupmannahöfn á mánudag með keppni í tvímenningi stúlkna. Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR spilaði þar sína fyrstu 6 leiki og endaði með 983 stig eða 164 að meðaltali í leik og var hún þá í 77. sæti í einstaklingskeppninni. Magna Ýr spilar næstu 3 leiki með þrímenningi stúlkna kl. 12:30 að staðartíma í dag og 3 leiki á sama tíma á morgun.

Sigurvegarar í tvímenningi stúlkna voru Hayley White og Sarah Overall Englandi 2.440, í 2. sæti voru Anne Gales og Sofie Lomholdt Danmörku 2.421 og í 3. sæti Emelie Alm og Caoline Jonsson Svíþjóð 2.393. Hayley White, Anne Gales og Stephanie Huiden Hollandi leiða nú einstaklingskeppni stúlkna.

Í gær þriðjudag fór síðan fram keppni í tvímenningi pilta. Stefán Claessen ÍR og Jón Ingi Ragnarsson KFR spiluðu best okkar tvímenninga og enduðu í 18. sæti með 2.280, Skúli Freyr Sigurðsson KFA og Róbert Dan Sigurðsson ÍR urðu í 41. sæti með 2.112 og Andri Már Ólafsson KFR og Bjarni Páll Jakobsson KFR voru í 53. sæti með 2.067. Sigurvegarar í tvímenningi pilta voru Marcus Berndt og Pontus Halvarsson Svíþjóð 2.433, í 2. sæti Frederik Øhrgaard og Anders Vorborg Danmörku 2.418 og í 3. sæti Tom van der Vliet og Mark Jacobs Hollandi.

Stefán Claessen spilaði best Íslendinganna í gær og er nú í 9. sæti í einstaklingskeppninni með 1.218 eða 203 að meðaltali í leik og Róbert Dan Sigurðsson er í 43. sæti með 1.134 eða 189 að meðaltali í leik. Marcus Berndt, Anders Vorgorg og Mykhaylo Kalika Úkraíu leiða nú einstaklingskeppni pilta.

Keppni í þrímenningi pilta hefst í dag kl. 16:00 að staðartíma hjá fyrri hópnum og hjá seinni hópnum kl. 19:30 og á sama tíma á morgun.

Fylgist með gangi mála á heimasíðu mótsins www.eyc2006.com

 


Landsliðið á góðri stund.

Nýjustu fréttirnar