1. grein
KLÍ skal skipa a.m.k. þriggja manna landsliðsnefnd. Formaður nefndarinnar skal skipaður sérstaklega. Starfandi þjálfarar félaganna skulu ekki sitja í landsliðsnefnd.
2. grein
KLÍ ræður landsliðsþjálfara. Sé/u landsliðsþjálfarinn/arnir erlendur/ir skal landsliðsnefnd skipuleggja dvöl hans/þeirra á landinu hverju sinni.
3. grein
Landsliðsþjálfararnir skulu velja landslið og skulu þeir skipuleggja og sjá um æfingar landsliða/afrekshópa KLÍ. Ef ekki er starfandi landsliðsþjálfari sér landsliðsnefnd um val landsliðs og skipulag og umsjón æfinga landsliða/afrekshópa KLÍ.
Leikmaður fær afhent frá KLÍ keppnisbúning (bláan og rauðan) og peysu.
Auk framangreinds er leikmanni afhent upphitunar/æfingatreyja og bakpoki.
1. Keppnisbolirnir eru ætlaðir til keppni fyrir hönd lands og þjóðar, en
ekki til þátttöku í Íslandsmótum KLÍ.
2. Æfinga/upphitunar treyjan er ekki merkt með fána og því má
leikmaður nota hana við öll tækifæri.
4. grein
Landsliðsnefnd skal leggja fram tillögur um utanferðir landsliðanna í samráði við landsliðsþjálfara, sem skulu leggjast fyrir stjórn KLÍ til samþykktar. Landsliðsnefnd skal skipuleggja ferðir landsliðanna og leggja fram fjárhagsáætlun fyrir hverja ferð. Skal fjárhagsáætlunin hljóta samþykki stjórnar KLÍ. Gera skal skilagrein með uppgjöri eftir hverja ferð.
5. grein
Landsliðsnefnd skal vinna að fjáröflun til fjármögnunar starfsemi landsliðanna/afrekshópa. Skulu kraftar leikmannanna í landsliðunum/afrekshópum nýttir eftir fremsta megni í því sambandi. Skal slík fjáröflun unnin undir yfirstjórn gjaldkera KLÍ, þannig að ekki komi til árekstra.
6. grein
Landsliðsnefnd skal fara með málefni unglingalandsliða en í samráði við unglinganefnd.
7. grein
Leikmenn í störfum á vegum KLÍ skulu segja af sér tímabundið, þegar þeir taka sæti í landsliði, ef landsliðsnefnd óskar þess.
8. grein
Landsliðsnefnd skal halda fundargerðir og skrá þar ákvarðanir sínar.
Breytt á þingi KLÍ 18. maíl 2010
Samþykkt á formannafundi 17.5.17
Samþykkt á stjórnarfundi 16.8.2023