Laugardaginn 19.maí fór fram meistaramót ÍR í keilu en það er lokamót deildarinnar tímabilið 2017 – 2018
Keppt er í 3flokkum. karla-, kvenna- og forgjafar flokki
Í ár voru það 24 einstaklingar sem að tóku þátt í mótinu. Efstu 4 í hverjum flokk spiluðu svo um verðlauna sæti
Spennan var mikil og voru ekki nema 4 pinnar sem voru að skilja að 4-5 sæti í forgjafarmótinu.
Til úrslita í kvennaflokki spiluðu þær Ástrós Pétursdóttir og Alexandra Kristjánsdóttir
Ástrós vann leikinn 180 gegn 139
Í karlaflokki voru það Einar Már Björnsson og Stefán Claessen sem spiluðu til úrslita
Eftir hörku spennandi leik náði Einar Már að tryggja sér 1.sætið með 243 sigri gegn 227
Í forgjafarflokki voru það Hinrik Óli Gunnarsson og Skúli Arnfinnsson sem spiluðu til úrslita
Hinrik Óli náði að tryggja sér sigur með 218 gegn 196
Í lok mótsins fékk Einar Már afhentan Kristals keilu fyrir sinn fyrsta 300leik sem að hann náði í loka umferð 1.deildar laugardaginn 5.maí
Stjórn keiludeildar ÍR þakkar þátttakendum fyrir keppnistímabilið sem er að ljúka, sjáumst hress á nýju tímabili í lok sumars.